Tuesday, May 19, 2009

Góðar myndir eru gulls ígildi


Góðar ljósmyndir segja meira en þúsund orð. Það sem meira er, þær tala öll tungumál reiprennandi. Fagleg ljósmyndun er því afar mikilvæg þeim, sem halda vilja úti árangursríkum vefsíðum.

Ljósmyndir eru órjúfanlegur þáttur í uppbyggingu vefsíðna. Þær segja sögu um fyrirtækið sjálft, vöru þess og þjónustu, og veita texta viðeigandi stuðning. Góðar ljósmyndir eru hverri vefsíðu til bóta, en slæmar myndir vekja vísast upp neikvæð viðbrögð gesta.

Mikilvægt er að hafa myndefni á hverri undirsíðu vefjarins og í réttu hlutfalli við lengd texta. Myndir þurfa að vera í góðri upplausn og af réttu sniði (jpg, png, gif), settar á réttan stað á síðunni og tengdar textanum. Mikilvægt er að merkja (e. tag) myndir og nefna þær lýsandi nöfnum.

Hafa skal í huga, að litasamsetning sé hófleg, svo myndir verði ekki þungamiðja síðunnar. Slíkt er aðeins merki um rýrt efnisinnihald.Ef vefstjórar hafa ekki yfir góðu myndasafni að ráða er góð latína að kaupa aðgang að myndabönkum á vefnum. Forðast skal að hirða myndir af öðrum vefsíðum til notkunar á fyrirtækjavefjum, nema tekið sé þar fram, að slíkt sé heimilt og myndirnar séu nauðsynlegar.
Birtist áður í Markaðnum í Fréttablaðinu.

Tuesday, September 9, 2008

Smá whois.analytics


Ég gerði who.is skoðun á Moggablogginu, blog.is, í morgun og minntist aðeins á þá skoðun á einkablogginu mínu skömmu síðar.

Merkilegt hvað hægt er að lesa um síðu ef maður hefur tækin og þekkinguna.


Þar var jafnframt vísað í fimm aðila af blogginu sem vísað er í á Wikipediu (ensku).

Ég gaf þá aðila ekki upp í bloggfærslu minni á blog.is en geri það hér.
Þeir aðilar eru (í þeirri röð sem gefið er upp):


Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Salvör Gissurardóttir
Iceland and the European Union
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
Borgar Þór Einarsson


SEO skorið er 75%, sem er ágætt fyrir síðu sem þessa. Það kemur ekki á óvart, þar eð bloggsíður koma iðulega fyrir ofarlega eða efst á Google SERP. Til að mynda er efsta færslan á Google um orðið "afturhaldskommatittir" úr bloggi Hippókratesar Moggabloggara, osfrv.

Blog.is virðist einfaldlega vera sterkur bloggmiðill og skora bloggsíður, þám mín eigin, afskaplega vel í hinum ýmsu leitarorðum. Þeir, sem hafa eigin síður, geta hjálpað þeim að rísa í Google kerfinu með því að linka (rétt) á þér af bloggsíðu, helst af bloggsíðu sem fær töluverða umferð og er uppfærð reglulega. Blog.is urlið eitt og sér gagnast ekki eitt og sér, en er sterkur grundvöllur.

Því er málið, fyrir þá, sem vilja koma einkasíðum sínum á framfæri á Google, að blogga og safna að sér stöðugri umferð. Þetta er ein sterkasta leiðin í "Off-Page Optimization" (Leitarvélabestun utan síðu) og skilar góðum árangri þegar vel er gert.