Tuesday, September 9, 2008

Smá whois.analytics


Ég gerði who.is skoðun á Moggablogginu, blog.is, í morgun og minntist aðeins á þá skoðun á einkablogginu mínu skömmu síðar.

Merkilegt hvað hægt er að lesa um síðu ef maður hefur tækin og þekkinguna.


Þar var jafnframt vísað í fimm aðila af blogginu sem vísað er í á Wikipediu (ensku).

Ég gaf þá aðila ekki upp í bloggfærslu minni á blog.is en geri það hér.
Þeir aðilar eru (í þeirri röð sem gefið er upp):


Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Salvör Gissurardóttir
Iceland and the European Union
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
Borgar Þór Einarsson


SEO skorið er 75%, sem er ágætt fyrir síðu sem þessa. Það kemur ekki á óvart, þar eð bloggsíður koma iðulega fyrir ofarlega eða efst á Google SERP. Til að mynda er efsta færslan á Google um orðið "afturhaldskommatittir" úr bloggi Hippókratesar Moggabloggara, osfrv.

Blog.is virðist einfaldlega vera sterkur bloggmiðill og skora bloggsíður, þám mín eigin, afskaplega vel í hinum ýmsu leitarorðum. Þeir, sem hafa eigin síður, geta hjálpað þeim að rísa í Google kerfinu með því að linka (rétt) á þér af bloggsíðu, helst af bloggsíðu sem fær töluverða umferð og er uppfærð reglulega. Blog.is urlið eitt og sér gagnast ekki eitt og sér, en er sterkur grundvöllur.

Því er málið, fyrir þá, sem vilja koma einkasíðum sínum á framfæri á Google, að blogga og safna að sér stöðugri umferð. Þetta er ein sterkasta leiðin í "Off-Page Optimization" (Leitarvélabestun utan síðu) og skilar góðum árangri þegar vel er gert.

Sunday, September 7, 2008

Um hámarksnýtingu lykilorða


Heilræði dagsins er: Hafðu sérstaka síðu fyrir hvert lykilorð.

Þetta er reyndar "old news", ég hef minnst á þetta áður á einu SEO bloggi mínu, man hvorki hvar né hvenær, og í grein í Ezine.

Það að hafa lykilorðið í titli síðunnar er afar mikilvægt. En hér til viðbótar skal nefna það atriði, sem var grunnhugmynd þessarar bloggsíðu, að hafa lykilorðið í slóð (url) vefsvæðisins.

Þannig fær vefsíðan góða einkunn í Google, því leitarvélaróbótarnir sjá, að þetta lykilorð skiptir miklu máli á síðunni og gefa henni góða einkunn.

Gallinn við þetta er, að aldur vefsíðu skiptir jafnframt máli í ferli Google-"matsnefndarinnar" (róbótsins) og því tekur það nýja síðu töluverðan tíma að vinna sig upp.

En mikilvægara er að hafa lykilorðið í "url-inu". Það get ég staðfest.

Ég stofnaði síður fyrir t.d. Leitarvélabestun og Leitarvélagreiningu (þessi síða). Á nokkrum dögum var ég kominn á fyrstu niðurstöðusíðu Google og á tæpri viku hafði ég sest að á toppnum. Ég komst í fyrsta sætið m.a. vegna þess að leitarorðið, sem ég lagði áherslu á, var að finna í url-slóð síðunnar, þrátt fyrir að ákveðinn aðili hefði áður einokað þetta orð gjörsamlega (enda í raun höfundur þess).
Hið sama gerðist fyrir síðu um Prófarkalestur og Textasmíði. Hún rauk upp í 3. sætið og situr þar sem fastast, aðeins síður á vegum Háskóla Ísland skora betur.
Ég mæli því með, að fyrirtæki, sem hafa aðeins haldið úti síðu í 3 ár eða skemur, að stofna aukasíður, þar sem kynntar eru afurðir, vörur eða þjónusta fyrirtækisins með ítarlegum hætti - eina síðu fyrir hvert af HELSTU LYKILORÐUM FYRIRTÆKISINS, þar sem lykilorðið kemur fyrir í url-slóðinni.
Þetta getur þó stundum reynst erfitt, t.d. þegar aðrir hafa þegar lagt undir sig þetta url-nafn, eða þegar íslenskir sérstafir, eins og t.d.. "ð" eða "þ" koma fyrir.
En þegar þetta heppnast má segja, að þar hafi verið stigið öruggt skref til þess, að koma vöru og þjónustu á framfæri með ódýrum og varanlegum hætti.

Tuesday, September 2, 2008

Að þekkja markhópinn sinn


Ég er einn þeirra sem hef "dálítinn" áhuga á fótbolta. Styð Arsenal og FRAM, það fyrrnefnda eiginlega meira en það síðara. Ég fylgist m.a. með því sem er að gerast á bak við tjöldin og fletti reglulega upp helstu bloggsíðum og fréttasíðum um Arsenal, m.a. Arseblog.com, þar sem skemmtilegur sorakjaftur lætur móðann mása.


Nú, á miðnætti í nótt rann upp félagaskiptaglugginn. Arsenal aðdáendur vonuðust eftir að nýr miðvallarleikmaður yrði keyptur, en svo varð ekki. Arsenal hélt að sér höndum. Wenger fékk raflost og missti vitið um stundarsakir. Að minnsta kosti eru flestir þeir hörðustu alveg með það á hreinu, en vona þó hið besta.


En a.m.k.: Í grein í dag segir Arsebloggarinn frá því, að vegna þessarar spennu hafi umferð um vefinn verið óvenju mikil. Menn hafi einfaldlega þurft að vita, og vita strax, hvort leikmaður væri á leiðinni. Því hafi umferðin verið óvenjulega mikil (sjá mynd).

"Analytics"

En ef við snúum þessu við getum við eftirá mælt og séð hvenær gestir koma á síðuna okkar, hvaðan þeir koma, hvað þeir skoða og hversu lengi þeir stoppa á síðunni.
Þannig getum við fundið út hvað þurfi að gera til að bæta síðuna og höfða til gestanna, einkum þeirra sem staldra aðeins stutt við. Jafnframt sjáum við hvað vekur athygli fólks og hvers vegna það stöðvar för sína á síðunni.
"Analytics" er góð leið til að finna markhóp sinn og byggja þannig grunn að því að heimasíðan skili árangri; sé fjárfesting sem skilar arði, en sé ekki bara upplýsingasíða eða eitthvað "sem allir gera og ég verð að gera líka".

Saturday, August 30, 2008

Leitarvélagreining, leitarvélabestun, internet ráðgjöf


"Internetráðgjöf er tilgangslaus. Ég kann á Google." NN.


Ég var spurður að því nýlega, hvað internet ráðgjöf væri og fékk beint framan í mig þá tilvitnun, sem stendur hér að ofan.

Ég er nú þannig gerður, að ég svara yfirleitt fyrir mig; læt menn ekki eiga neitt hjá mér í orðræðum.

Ég svaraði auðvitað glottandi: "Já, rétt eins og bifvélavirkjun er óþörf, því ég kann að keyra bíl."

Og til að færa þetta yfir á "tungumál" viðtakanda, sem starfar á einhverju snobbsviði í ónefndum banka:

"Greiningardeildir banka eru óþarfar. Ég kann að borga reikninga."

Internet ráðgjöf er í raun jafn nauðsynleg vefsíðueigendum og bifreiðaverkstæði eru bíleigendum.

Internet ráðgjafar gera þó meira en bara að laga vefsíður (heimasíður) þegar eitthvað hefur greinilega farið úrskeiðis. Þeir gera t.d.


og koma síðan með tillögur um, annars vegar, hvað þurfi að gera og hins vegar hvað væri æskilegt að gera samhliða; rétt eins og þegar ég fór með bílinn minn í skoðun síðast sagði skoðunarmaðurinn. "Ekkert að bílnum, en þú mættir láta kíkja á handbremsuna fljótlega."


En best er að fá internet ráðgjafann til að bjóða fram heildarlausnir, sem fælu jafnframt í sér



og allt það annað, sem heimasíðueigendur þurfa að láta gera, vilji þeir að síðan skili árangri.

Internet ráðgjöf er mikilvægt markaðstæki á okkar tímum, þegar internetið og leitarvélar skipa sífellt stærri sess í verslunarhegðun neytenda.

Hafðu samband!

Wednesday, August 27, 2008

Leitarvélagreining: Fimm ástæður árangursleysis


Jæja, "strákarnir okkar" koma heim í dag. Þeir stóðu sig svona vel, að eigin sögn, vegna þess að þeir lögðu á sig mikla vinnu og höfðu rétt hugarfar.


Sömu lögmál gilda í raun varðandi leitarvélabestun / leitarvélagreiningu.


Ég fékk í gær senda "frétt", eða öllu heldur grein, um fimm helstu ástæður þess að vefsíður ná litlum eða engum árangri á Google og öðrum leitarvélum. Þær fjalla í meginatriðum um kóða og tengd atriði.


Ég mæli með að áhugasamir lesi þessa grein.


Fleiri atriði mætti síðan nefna, t.d. slök notkun leitarorða ("keywords"), slök SEO vinna (eða engin, eins og oft er) rýrt efnisinnihald og óskipulögð uppsetning texta.
Maður gæti haldið lengi áfram að nefna atriði sem hindra farsælar niðurstöður á niðurstöðusíðum (SERP) leitarvéla. En þetta dugar í bili, vonandi.
Hefurðu spurningar? Hafðu samband!

Monday, August 25, 2008

Leitarvélagreining; 1. sæti á Google


Jæja, ég hef aður skrifað einn póst hér á þetta blogg. Það er allt og sumt. Bloggsíða þessi er jafnframt tiltölulega ný, hún hefur aðeins verið nokkra daga í loftinu.


Bloggsíðan á því varla að eiga mikinn möguleika á, að komast ofarlega eða efst á leitarvélaniðurstöðusíður (SERP) á Google eða annars staðar.


En viti menn! Í morgun þegar ég tékkaði þetta lykilorð á Google reyndist þessi litla og væskilslega bloggsíða vera í 1. sæti!


Þetta er dæmi um mátt þess að kunna að leitarvélabesta síðuna sína - gera síðu og texta sem Google telur standa samkeppnisaðilunum framar. En ok, ég lagði enga vinnu í þetta.


Ég kom mér bara fyrir á hýsi með hátt "PageRank" og setti leitarorðið ("keyword") í titil, ásamt því að setja lykilorðið á góða staði í texta og vísa á síðuna frá öðrum bloggsíðum mínum.

Það dugði!

Frekari upplýsingar um þessi merkilegu fræði má finna á eftirtöldum slóðum:

Einnig má hafa samband!

Wednesday, August 20, 2008

Leitarvélagreining eða Leitarvélabestun?


Hugtakið SEO (Search Engine Optimization) hefur jafnan verið þýtt leitarvélabestun á íslensku. Tiltölulega nýlega hóf þó Dagur í Libius að breyta þýðingunni í leitarvélagreiningu.


Þessi breyting er að sumu leyti góð, því orðið "bestun" er frekar óþjált, en hvernig á annars að þýða enska orðið "optimization" í einu orði?


Verra er, að til er annað bandarískt kerfi sem kallast "Web analytics" og hefur Google Analytics stöðuglega verið að breiðast út.


Þessi hugtök mætti ekki síður íslenska sem "greiningu"; þá "vefgreiningu" eða "leitarvélagreiningu", þar sem Google er komið til sögunnar.


"Vefgreining" er tvennskonar, annars vegar "off-site" (utan vefsíðu) og hins vegar "on-site" (innan vefsíðu).


Utan-vefsíðu-greining felst í að meta markhóp vefsíðunnar, mæla hverjir séu líklegastir til að vilja heimsækja vefsíðuna og staldra þar við, en einnig þáttum sem flokka mætti undir stöðugreiningu, þarfagreiningu og samkeppnisgreiningu.


Innan-vefsíðu-greining felst hins vegar í mælingum á heimsóknum fólks á síðuna, hvaðan það kemur, á hvaða síðu það dettur fyrst inn, hvaða síður það skoðar og hversu lengi það staldrar við, svo dæmi séu tekin. Með niðurstöður þeirrar greiningar má síðan meta hvaða þætti þarf að bæta og hvar styrkleiki síðunnar liggur.


En til að stunda slíkar mælingar þarf forrit, sem Google hefur m.a. reynt að bjóða fram. En grunnurinn felst þó í góðri vefmælingu eigin síðu. Og þá er nauðsynlegt að hafa úr góðu vefumsjónarkerfi að moða, en sum þeirra, t.d. vefumsjónarkerfi Allra Átta, býr yfir mjög fullkomnu, innbyggðu mælingakerfi.

En ætti leitarvélagreining frekar að standa fyrir "web analytics" þættina en leitarvélabestun?
Þetta er gild spurning. Sjálfur hef ég fallist á, fyrir mitt leyti, að nota bæði hugtökin til að skilgreina SEO, en þó frekar af pragmatískum ástæðum en öðrum. Það að breyta einhliða grundvallaðri þýðingu á ensku fræðahugtaki er ekki mjög skynsamlegt, því Palli er ekki einn í heiminum. Því vil ég frekar nota leitarvélabestun, eins og flestir aðrir, og geri hérmeð dálitla tilraun til að láta leitarvélagreiningu ná frekar yfir "analytics", í von um að hægt verði að samræma íslenska orðnotkun hvað þessi ensku hugtök snertir.
En hvort það takist eður ei verður framtíðin að leiða í ljós.