Tuesday, September 9, 2008

Smá whois.analytics


Ég gerði who.is skoðun á Moggablogginu, blog.is, í morgun og minntist aðeins á þá skoðun á einkablogginu mínu skömmu síðar.

Merkilegt hvað hægt er að lesa um síðu ef maður hefur tækin og þekkinguna.


Þar var jafnframt vísað í fimm aðila af blogginu sem vísað er í á Wikipediu (ensku).

Ég gaf þá aðila ekki upp í bloggfærslu minni á blog.is en geri það hér.
Þeir aðilar eru (í þeirri röð sem gefið er upp):


Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Salvör Gissurardóttir
Iceland and the European Union
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
Borgar Þór Einarsson


SEO skorið er 75%, sem er ágætt fyrir síðu sem þessa. Það kemur ekki á óvart, þar eð bloggsíður koma iðulega fyrir ofarlega eða efst á Google SERP. Til að mynda er efsta færslan á Google um orðið "afturhaldskommatittir" úr bloggi Hippókratesar Moggabloggara, osfrv.

Blog.is virðist einfaldlega vera sterkur bloggmiðill og skora bloggsíður, þám mín eigin, afskaplega vel í hinum ýmsu leitarorðum. Þeir, sem hafa eigin síður, geta hjálpað þeim að rísa í Google kerfinu með því að linka (rétt) á þér af bloggsíðu, helst af bloggsíðu sem fær töluverða umferð og er uppfærð reglulega. Blog.is urlið eitt og sér gagnast ekki eitt og sér, en er sterkur grundvöllur.

Því er málið, fyrir þá, sem vilja koma einkasíðum sínum á framfæri á Google, að blogga og safna að sér stöðugri umferð. Þetta er ein sterkasta leiðin í "Off-Page Optimization" (Leitarvélabestun utan síðu) og skilar góðum árangri þegar vel er gert.

Sunday, September 7, 2008

Um hámarksnýtingu lykilorða


Heilræði dagsins er: Hafðu sérstaka síðu fyrir hvert lykilorð.

Þetta er reyndar "old news", ég hef minnst á þetta áður á einu SEO bloggi mínu, man hvorki hvar né hvenær, og í grein í Ezine.

Það að hafa lykilorðið í titli síðunnar er afar mikilvægt. En hér til viðbótar skal nefna það atriði, sem var grunnhugmynd þessarar bloggsíðu, að hafa lykilorðið í slóð (url) vefsvæðisins.

Þannig fær vefsíðan góða einkunn í Google, því leitarvélaróbótarnir sjá, að þetta lykilorð skiptir miklu máli á síðunni og gefa henni góða einkunn.

Gallinn við þetta er, að aldur vefsíðu skiptir jafnframt máli í ferli Google-"matsnefndarinnar" (róbótsins) og því tekur það nýja síðu töluverðan tíma að vinna sig upp.

En mikilvægara er að hafa lykilorðið í "url-inu". Það get ég staðfest.

Ég stofnaði síður fyrir t.d. Leitarvélabestun og Leitarvélagreiningu (þessi síða). Á nokkrum dögum var ég kominn á fyrstu niðurstöðusíðu Google og á tæpri viku hafði ég sest að á toppnum. Ég komst í fyrsta sætið m.a. vegna þess að leitarorðið, sem ég lagði áherslu á, var að finna í url-slóð síðunnar, þrátt fyrir að ákveðinn aðili hefði áður einokað þetta orð gjörsamlega (enda í raun höfundur þess).
Hið sama gerðist fyrir síðu um Prófarkalestur og Textasmíði. Hún rauk upp í 3. sætið og situr þar sem fastast, aðeins síður á vegum Háskóla Ísland skora betur.
Ég mæli því með, að fyrirtæki, sem hafa aðeins haldið úti síðu í 3 ár eða skemur, að stofna aukasíður, þar sem kynntar eru afurðir, vörur eða þjónusta fyrirtækisins með ítarlegum hætti - eina síðu fyrir hvert af HELSTU LYKILORÐUM FYRIRTÆKISINS, þar sem lykilorðið kemur fyrir í url-slóðinni.
Þetta getur þó stundum reynst erfitt, t.d. þegar aðrir hafa þegar lagt undir sig þetta url-nafn, eða þegar íslenskir sérstafir, eins og t.d.. "ð" eða "þ" koma fyrir.
En þegar þetta heppnast má segja, að þar hafi verið stigið öruggt skref til þess, að koma vöru og þjónustu á framfæri með ódýrum og varanlegum hætti.

Tuesday, September 2, 2008

Að þekkja markhópinn sinn


Ég er einn þeirra sem hef "dálítinn" áhuga á fótbolta. Styð Arsenal og FRAM, það fyrrnefnda eiginlega meira en það síðara. Ég fylgist m.a. með því sem er að gerast á bak við tjöldin og fletti reglulega upp helstu bloggsíðum og fréttasíðum um Arsenal, m.a. Arseblog.com, þar sem skemmtilegur sorakjaftur lætur móðann mása.


Nú, á miðnætti í nótt rann upp félagaskiptaglugginn. Arsenal aðdáendur vonuðust eftir að nýr miðvallarleikmaður yrði keyptur, en svo varð ekki. Arsenal hélt að sér höndum. Wenger fékk raflost og missti vitið um stundarsakir. Að minnsta kosti eru flestir þeir hörðustu alveg með það á hreinu, en vona þó hið besta.


En a.m.k.: Í grein í dag segir Arsebloggarinn frá því, að vegna þessarar spennu hafi umferð um vefinn verið óvenju mikil. Menn hafi einfaldlega þurft að vita, og vita strax, hvort leikmaður væri á leiðinni. Því hafi umferðin verið óvenjulega mikil (sjá mynd).

"Analytics"

En ef við snúum þessu við getum við eftirá mælt og séð hvenær gestir koma á síðuna okkar, hvaðan þeir koma, hvað þeir skoða og hversu lengi þeir stoppa á síðunni.
Þannig getum við fundið út hvað þurfi að gera til að bæta síðuna og höfða til gestanna, einkum þeirra sem staldra aðeins stutt við. Jafnframt sjáum við hvað vekur athygli fólks og hvers vegna það stöðvar för sína á síðunni.
"Analytics" er góð leið til að finna markhóp sinn og byggja þannig grunn að því að heimasíðan skili árangri; sé fjárfesting sem skilar arði, en sé ekki bara upplýsingasíða eða eitthvað "sem allir gera og ég verð að gera líka".