Sunday, September 7, 2008

Um hámarksnýtingu lykilorða


Heilræði dagsins er: Hafðu sérstaka síðu fyrir hvert lykilorð.

Þetta er reyndar "old news", ég hef minnst á þetta áður á einu SEO bloggi mínu, man hvorki hvar né hvenær, og í grein í Ezine.

Það að hafa lykilorðið í titli síðunnar er afar mikilvægt. En hér til viðbótar skal nefna það atriði, sem var grunnhugmynd þessarar bloggsíðu, að hafa lykilorðið í slóð (url) vefsvæðisins.

Þannig fær vefsíðan góða einkunn í Google, því leitarvélaróbótarnir sjá, að þetta lykilorð skiptir miklu máli á síðunni og gefa henni góða einkunn.

Gallinn við þetta er, að aldur vefsíðu skiptir jafnframt máli í ferli Google-"matsnefndarinnar" (róbótsins) og því tekur það nýja síðu töluverðan tíma að vinna sig upp.

En mikilvægara er að hafa lykilorðið í "url-inu". Það get ég staðfest.

Ég stofnaði síður fyrir t.d. Leitarvélabestun og Leitarvélagreiningu (þessi síða). Á nokkrum dögum var ég kominn á fyrstu niðurstöðusíðu Google og á tæpri viku hafði ég sest að á toppnum. Ég komst í fyrsta sætið m.a. vegna þess að leitarorðið, sem ég lagði áherslu á, var að finna í url-slóð síðunnar, þrátt fyrir að ákveðinn aðili hefði áður einokað þetta orð gjörsamlega (enda í raun höfundur þess).
Hið sama gerðist fyrir síðu um Prófarkalestur og Textasmíði. Hún rauk upp í 3. sætið og situr þar sem fastast, aðeins síður á vegum Háskóla Ísland skora betur.
Ég mæli því með, að fyrirtæki, sem hafa aðeins haldið úti síðu í 3 ár eða skemur, að stofna aukasíður, þar sem kynntar eru afurðir, vörur eða þjónusta fyrirtækisins með ítarlegum hætti - eina síðu fyrir hvert af HELSTU LYKILORÐUM FYRIRTÆKISINS, þar sem lykilorðið kemur fyrir í url-slóðinni.
Þetta getur þó stundum reynst erfitt, t.d. þegar aðrir hafa þegar lagt undir sig þetta url-nafn, eða þegar íslenskir sérstafir, eins og t.d.. "ð" eða "þ" koma fyrir.
En þegar þetta heppnast má segja, að þar hafi verið stigið öruggt skref til þess, að koma vöru og þjónustu á framfæri með ódýrum og varanlegum hætti.

No comments: