Ég er einn þeirra sem hef "dálítinn" áhuga á fótbolta. Styð Arsenal og FRAM, það fyrrnefnda eiginlega meira en það síðara. Ég fylgist m.a. með því sem er að gerast á bak við tjöldin og fletti reglulega upp helstu bloggsíðum og fréttasíðum um Arsenal, m.a. Arseblog.com, þar sem skemmtilegur sorakjaftur lætur móðann mása.
Nú, á miðnætti í nótt rann upp félagaskiptaglugginn. Arsenal aðdáendur vonuðust eftir að nýr miðvallarleikmaður yrði keyptur, en svo varð ekki. Arsenal hélt að sér höndum. Wenger fékk raflost og missti vitið um stundarsakir. Að minnsta kosti eru flestir þeir hörðustu alveg með það á hreinu, en vona þó hið besta.
En a.m.k.: Í grein í dag segir Arsebloggarinn frá því, að vegna þessarar spennu hafi umferð um vefinn verið óvenju mikil. Menn hafi einfaldlega þurft að vita, og vita strax, hvort leikmaður væri á leiðinni. Því hafi umferðin verið óvenjulega mikil (sjá mynd).
"Analytics"
En ef við snúum þessu við getum við eftirá mælt og séð hvenær gestir koma á síðuna okkar, hvaðan þeir koma, hvað þeir skoða og hversu lengi þeir stoppa á síðunni.
Þannig getum við fundið út hvað þurfi að gera til að bæta síðuna og höfða til gestanna, einkum þeirra sem staldra aðeins stutt við. Jafnframt sjáum við hvað vekur athygli fólks og hvers vegna það stöðvar för sína á síðunni.
"Analytics" er góð leið til að finna markhóp sinn og byggja þannig grunn að því að heimasíðan skili árangri; sé fjárfesting sem skilar arði, en sé ekki bara upplýsingasíða eða eitthvað "sem allir gera og ég verð að gera líka".
No comments:
Post a Comment