Wednesday, August 27, 2008

Leitarvélagreining: Fimm ástæður árangursleysis


Jæja, "strákarnir okkar" koma heim í dag. Þeir stóðu sig svona vel, að eigin sögn, vegna þess að þeir lögðu á sig mikla vinnu og höfðu rétt hugarfar.


Sömu lögmál gilda í raun varðandi leitarvélabestun / leitarvélagreiningu.


Ég fékk í gær senda "frétt", eða öllu heldur grein, um fimm helstu ástæður þess að vefsíður ná litlum eða engum árangri á Google og öðrum leitarvélum. Þær fjalla í meginatriðum um kóða og tengd atriði.


Ég mæli með að áhugasamir lesi þessa grein.


Fleiri atriði mætti síðan nefna, t.d. slök notkun leitarorða ("keywords"), slök SEO vinna (eða engin, eins og oft er) rýrt efnisinnihald og óskipulögð uppsetning texta.
Maður gæti haldið lengi áfram að nefna atriði sem hindra farsælar niðurstöður á niðurstöðusíðum (SERP) leitarvéla. En þetta dugar í bili, vonandi.
Hefurðu spurningar? Hafðu samband!

No comments: