Monday, August 25, 2008

Leitarvélagreining; 1. sæti á Google


Jæja, ég hef aður skrifað einn póst hér á þetta blogg. Það er allt og sumt. Bloggsíða þessi er jafnframt tiltölulega ný, hún hefur aðeins verið nokkra daga í loftinu.


Bloggsíðan á því varla að eiga mikinn möguleika á, að komast ofarlega eða efst á leitarvélaniðurstöðusíður (SERP) á Google eða annars staðar.


En viti menn! Í morgun þegar ég tékkaði þetta lykilorð á Google reyndist þessi litla og væskilslega bloggsíða vera í 1. sæti!


Þetta er dæmi um mátt þess að kunna að leitarvélabesta síðuna sína - gera síðu og texta sem Google telur standa samkeppnisaðilunum framar. En ok, ég lagði enga vinnu í þetta.


Ég kom mér bara fyrir á hýsi með hátt "PageRank" og setti leitarorðið ("keyword") í titil, ásamt því að setja lykilorðið á góða staði í texta og vísa á síðuna frá öðrum bloggsíðum mínum.

Það dugði!

Frekari upplýsingar um þessi merkilegu fræði má finna á eftirtöldum slóðum:

Einnig má hafa samband!

No comments: